Ístex Lopi 34

Welcome to interactive presentation, created with Publuu. Enjoy the reading!

LOPI 34

Allt frá seinni hluta sjöunda áratugar síðustu

aldar hafa verið gefnar út prjónauppskriftir

fyrir lopa. Fyrirtækin Álafoss hf. í Mosfellsbæ,

Iðnaðardeild Sambandsins og Gefjun á Akureyri

voru ötul í útgáfu prjónauppskrifta. Hjá Ístex

hf., sem varð til við samruna þessara fyrirtækja

árið 1991, er því til einstakt safn uppskrifta.

Í Lopa 34 látum við gamlan draum rætast.

Við færum klassískar uppskriftir úr safni okkar

í nýjan búning og heiðrum um leið hönnun

fyrri ára.

Margt óvænt gerðist þegar farið var að vinna

bókina. Fullorðinspeysur urðu að barnapeysum

og aðrar urðu að púðum. Stundum urðu til

alveg ný munstur sem hentuðu betur, eins og

fyrir kjólinn Dimmu. Okkur þykir gaman að

bjóða aftur upp á óhefðbundnar peysur eins

og Birtu, jakkapeysuna Lilju sem er prjónuð á

hlið og símunstruðu herrapeysuna Öngul. Ekki

var alltaf hægt að komast að hver væri

hönnuður hins upprunalega munsturs en í

flestum tilvikum er þeirra getið.

Védís Jónsdóttir prjónahönnuður á heiðurinn

af allri endurgerð munstranna, litasamsetningu

og uppleggi að fjölda uppskriftanna. Einnig

má finna í bókinni alveg nýja og ferska

hönnun eftir hana.

Við vonum innilega að þú njótir þessarar

bókar og munir eiga góðar og notalegar

prjónastundir.

Með góðri kveðju,

Hulda Hákonardóttir

Markaðs- og kynningarstjóri Ístex

www.istex.is

Made with Publuu - flipbook maker